Hálka á Hellisheiði

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði.
Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði. mbl.is/Rax

Það er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og Sandskeiði, hálka og
éljagangur er í Þrengslum. Á Suður og Vesturlandi er víða snjóþekja að sögn Vegagerðarinnar og hálkublettir og verið að hreinsa vegi. Á Suðausturlandi er greiðfært.

Á Vestfjörðum er Steingrímsfjarðarheiði ófær og beðið með mokstur út af
veðri. Á öðrum fjallvegum eru hálkublettir. Í Ísafjarðardjúpi eru
hálkublettir, Eyrarfjall er ófært.

Á Norðurlandi er hálka á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi.
Á Norðaustur – og Austurlandi er hálka og hálkublettir og éljagangur  víða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert