Heilborun jarðganga lýkur í dag

Ljúka á heilborun jarðganga í Kárahnjúkavirkjun í dag þegar risabor Impregilo rýfur síðasta berghaftið í Jökulsárgöngum austan Snæfells. Jafnframt verður slegið í gegn í Kelduárgöngum Hraunaveitu en þau voru boruð og sprengd með hefðbundnum hætti.

Þrír risaborar hafa verið í heilborun aðrennslisganga virkjunarinnar, sem flytja vatn úr Jökulsá á Dal og Jökulsá á Fljótsdal til stöðvarhúss virkjunarinnar, Fljótsdalsstöðvar.

Jóhann Kröyer, verkefnisstjóri Landsvirkjunar fyrir aðrennslisgöngin og Kárahnjúkastíflu, segir borana hafa staðið sig afbragðsvel í afar erfiðum aðstæðum. „Robbins, sem framleiðir borana, er lítið fyrirtæki og hið elsta í heiminum sem framleiðir risabora. Þeir sérhæfa sig í borum fyrir hart berg eins og basalt og skila algjörlega framúrskarandi vélum. Impregilo valdi úrvalstæki til þessa verks,“ segir Jóhann.

Heilborun nam alls 47 km. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert