Lundinn kominn á Víkina

Lundi sást á Vík­inni, fram­an við Mýr­dal­inn, í gær og þykir það með fyrra fall­inu. Sig­ur­mund­ur G. Ein­ars­son á troll­bátn­um Gæfu VE sagði að þar væri mikið líf. Fisk­ur­inn full­ur af síli og mikið af fugli.

Kristján Eg­ils­son, for­stöðumaður Fiska- og nátt­úrugripa­safns Vest­manna­eyja, sagði að svart­fugl, mest álka, væri kom­inn til Eyja og hefði svart­fugl farið að setj­ast upp fyr­ir nokkru. Ingvar A. Sig­urðsson, fugla­áhugamaður og for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Suður­lands í Vest­manna­eyj­um, sagði að fyrsta skrofa árs­ins hefði sést í fyrra­dag. Hann sagði að sjá mætti álku­hópa á sjón­um við Eyj­ar, lang­ví­an væri mikið sest upp og rit­an hefði komið fyr­ir löngu. Ingvar sagði að öll björg væru orðin út­d­rituð og vor­legt um að lit­ast í fugla­líf­inu þótt lítið væri farið að hlýna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert