Ráða niðurlögum eldsins

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mbl.is/Gylfi Ívar Magnússon.

Slökkviliðið er nú að slökkva í síðustu glæðunum í eld­in­um sem kviknaði á ann­arri hæð í Turn­in­um í Smáralind í Kópa­vogi, hæsta húsi lands­ins, á tí­unda tím­an­um í kvöld, og verið er að reykræsta.

Eld­ur­inn kom upp í bygg­ing­ar­efni í út­bygg­ingu turns­ins, á hæð fyr­ir ofan úti­bú Kaupþings. Turn­inn var rýmd­ur, en fólk var á veit­ingastað á 19. hæð og í lík­ams­rækt­ar­stöð á 15. hæð. Eng­an sakaði. Ekki ligg­ur fyr­ir hver elds­upp­tök­in voru.

Alls tóku um 40 slökkviliðsmenn þátt í að ráða niður­lög­um elds­ins, og dælu- og körfu­bíl­ar frá öll­um stöðvum fóru á vett­vang, auk sjúrka­bíla og lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert