Ráða niðurlögum eldsins

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mbl.is/Gylfi Ívar Magnússon.

Slökkviliðið er nú að slökkva í síðustu glæðunum í eldinum sem kviknaði á annarri hæð í Turninum í Smáralind í Kópavogi, hæsta húsi landsins, á tíunda tímanum í kvöld, og verið er að reykræsta.

Eldurinn kom upp í byggingarefni í útbyggingu turnsins, á hæð fyrir ofan útibú Kaupþings. Turninn var rýmdur, en fólk var á veitingastað á 19. hæð og í líkamsræktarstöð á 15. hæð. Engan sakaði. Ekki liggur fyrir hver eldsupptökin voru.

Alls tóku um 40 slökkviliðsmenn þátt í að ráða niðurlögum eldsins, og dælu- og körfubílar frá öllum stöðvum fóru á vettvang, auk sjúrkabíla og lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert