Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut

Björgvin Halldórsson.
Björgvin Halldórsson. mbl.is/Árni Sæberg

Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður, sagði í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld, að hann væri afar reiður út í þá aðila, sem hafa að gera með frágang á Reykjanesbrautinnni. Hann sagði að Vegagerðin og samgönguráðuneytið hlytu að axla þá ábyrgð.

Svala, dóttir Björgvins, var meðal þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðarslysi á Reykjanesbraut í morgun en hún var á leið til Norðurlandanna til tónleikahalds ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Steed Lord.

Björgvin sagði að fólkið, sem lenti í slysinu, væri á Landspítalanum í Fossvogi í góðu yfirlæti og bar lof á það starfsfólk, sem þar væri. Fram kom hjá lækni á sjúkrahúsinu nú síðdegis, að þrennt hefði slasast alvarlega og væri á gjörgæsludeild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert