Reykjanesbraut lokuð

Alvarlegt umferðarslys varð við Vogaafleggjara klukkan sex.
Alvarlegt umferðarslys varð við Vogaafleggjara klukkan sex. mbl.is/Július

Al­var­legt um­ferðarslys varð við Voga­af­leggj­ara á Reykja­nes­braut um klukk­an 6 í morg­un. Lög­regla Suður­nesja er með allt til­tækt lið sitt á staðnum. Fyrstu fregn­ir herma að fimm til sex manns séu slasaðir. Beita þurfti klipp­um til að ná fólk­inu út úr bíl­flök­un­um. Reykja­nes­braut er lokuð í báðar átt­ir sem stend­ur.

Tveir fólks­bíl­ar sem mætt­ust á Reykja­nes­braut­inni munu hafa skollið sam­an er ann­ar þeirra fór yfir á rang­an veg­ar­helm­ing. Verið er að flytja hina slösuðu á sjúkra­hús í Reykja­vík. Ekki er vitað hversu al­var­lega slasað fólkið er.

Slysið varð þar sem hjá­leið er á Reykja­nes­braut­inni vegna vega­fram­kvæmda. Færðin er slæm, hálka og snjór á veg­in­um. Að sögn varðstjóra lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um virðist þessi hjá­leið vera slysa­gildra.

Ekki er vitað hvenær unnt verður að opna braut­ina fyr­ir um­ferð. Mikl­ar raðir hafa mynd­ast í báðar átt­ir og þykir víst að ein­hver seink­un verði á flugi. Lög­regl­an seg­ir að ekki sé um nein­ar hjá­leiðir að ræða því bíl­flök­in standi á miðjum veg­in­um og biður fólk um að sýna biðlund á meðan rann­sókn máls­ins fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert