Hópur Vestmannaeyinga undir forystu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns, hefur skipulagt undirskriftasöfnun á netinu gegn byggingu ferjulægis í Bakkafjöru.
Í tilkynningu frá hópnum eru yfirvöld hvött til að leysa þann vanda, sem samgöngur milli lands og Eyja eru í, með því að byggja hraðskreiða ferju sem gengi á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.Hópurinn segist hafna algjörlega hugmyndum sem uppi eru um að byggja ferjulægi í Bakkafjöru vegna þess að sú útfærsla muni ekki stytta ferðatíma milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem nokkru nemi. Einnig muni stóraukin umferð á Suðurlandsvegi skapa hættu og fleiri ferðir munu falla niður vegna veðurs.