Suðurnesjafrumvarp fast hjá Samfylkingu

Þverrandi líkur eru á að frumvarp um uppstokkun embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum verði afgreitt óbreytt frá þingflokki Samfylkingarinnar.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokks hefur þegar afgreitt frumvarpið en þrír þingmenn Samfylkingarinnar, þar á meðal þingflokksformaðurinn Lúðvík Bergvinsson, hafa gagnrýnt fyrirætlanina í ræðustól Alþingis. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru efasemdaraddirnar fleiri enda hefur hugmyndin mætt andstöðu víða, þar með hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Þá telja margir að bíða eigi eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem Frjálslyndi flokkurinn hefur óskað eftir, um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og árangur af breytingum sem tóku gildi í ársbyrjun 2007. Í þeirri skýrslu á jafnframt að skoða þessar boðuðu skipulagsbreytingar og Frjálslyndi flokkurinn hefur óskað eftir því að lagafrumvörp verði ekki afgreidd fyrr en skýrslan liggur fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka