Þrír á gjörgæsludeild

Þrír eru alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir umferðarslysið sem varð á Vogaafleggjara á Reykjanesbraut um klukkan sex í morgun. Að sögn vakthafandi læknis þarf fólkið að gangast undir frekari aðgerðir.

Alls voru fjórir fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild spítalans í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust saman í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni hlaut sá fjórði minni áverka en hinir og liggur hann nú á legudeild Landspítalans við Hringbraut. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert