Umferðaræðar opnaðar

Frá slysstað á Reykjanesbraut í morgun.
Frá slysstað á Reykjanesbraut í morgun. mynd/Víkurfréttir

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um er búið að opna bæði Vest­ur­lands­veg og Reykja­nes­braut í báðar átt­ir. Báðar þess­ar um­ferðaæðar voru lokaðar vegna um­ferðaró­happa en nú er búið að fjar­lægja bíl­flök­in og rann­sókn lokið.

Um­ferðarslys varð í morg­un á Reykja­nes­braut við Voga­af­leggj­ara þar sem tveir bíl­ar rák­ust sam­an. Fimm voru flutt­ir á slysa­deild.

Á Vest­ur­lands­vegi rák­ust sam­an stræt­is­vagn og vöru­bíl með tengi­vagni en mik­il hálka er á slysstað. Hátt í 40 manns voru í stræt­is­vagn­in­um. Bíl­stjóri stræt­is­vagns­ins fót­brotnaði og nokkr­ir farþegar hlutu minni­hátt­ar meiðsli. Öku­mann vöru­bíls sakaði ekki. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert