Samband íslenskra námsmanna erlendis, SINE, leggur til að menntamálaráðherra og Alþingi skoði alvarlega þann kost að innleiða mánaðarlegar fyrirframgreiðslur námslána og þannig koma í veg fyrir að námsmenn þurfi að framfleyta sér á yfirdráttarlánum, sem bera háa vexti.
Segir sambandið, að þessi leið myndi lágmárka gengisáhættu yfir á hvern mánuð fyrir sig í stað þess að binda áhættuna yfir nokkurra mánaða tímabil, þar sem útgreiðsla námslána er háð gengi krónunnar á einni ákveðinni dagsetningu.
Í ályktun frá SÍNE segir, að íslenskir námsmenn erlendis búi við þau óhagstæðu kjör að fá námslán útgreidd í lok hverrar annar. Þangað til þurfi námsmenn að framfleyta sér með einhverjum hætti, oftast í formi yfirdráttarlána sem viðskiptabankarnir bjóða uppá. Mikil óvissa ríki á gjaldeyrismörkuðum um það hver staða íslensku krónunnar verði þegar námslánin eru loks greidd út. Því sé allt eins líklegt að námsmenn erlendis þurfa að standa straum af 20-30% hærri kostnaði, vegna gengissveiflna, en endi svo með lægri námslán sem duga ekki fyrir grunnframfærslukostnaði.
SÍNE efnir ti,