Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að náðst hafi gríðarlega góður árangur við að draga úr kamfýlóbaktersýkingum í fólki hér á landi og aðgerðir innlendra framleiðenda fuglakjöts hafi skilað miklum árangri.
Fram hafa komið áhyggjur af hugsanlegri kamfýlóbakter í innfluttum kjúklingum þegar leyft verður að flytja inn hrátt kjöt með væntanlegum breytingum á matvælalöggjöfinni. Haraldur segist hafa heyrt af áhyggjum manna af þessu.
Haraldur segir að menn þurfi að skoða hvaða möguleikar verði í framtíðinni á að fylgjast með kjöti sem flutt er inn. „En þetta verður skoðað þegar þar að kemur. Við erum með auga á þessu.“