Fer á opnunarhátíðina en ekki til að strjúka Kínverjum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Ómar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætlar að öllu óbreyttu að vera viðstödd opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Bejing í ágúst. Vel verði fylgst með þróun mála en ef aðstæður breytist til hins verra, komi til greina að fara ekki.

„Það er alveg ljóst að við fordæmum öll þau mannréttindabrot sem eru viðhöfð af hálfu kínverskra stjórnvalda, bara þannig að það sé skýrt,“ sagði Þorgerður Katrín. Að öllu óbreyttu yrði hún við opnunarhátíðina í Bejing líkt og hún var viðstödd opnunarhátíðina í Aþenu árið 2004.

„Þar var ég ekki í boði grískra stjórnvalda, heldur í boði íþróttahreyfingarinnar sem fór fram á að ég yrði viðstödd og það sama á við núna. Ég verð fyrst og fremst þarna til að styðja við bakið á okkar íþróttafólki og hvetja það til dáða en ekki til að strjúka Kínverjum. En að sjálfsögðu er það þannig að maður fylgist náið með hvernig mál þróast,“ sagði hún. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert