Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, halda í opinbera heimsókn til Skagafjarðar að morgni mánudagsins 14. apríl. Heimsóknin stendur í tvo daga.
Forsetahjónin munu m.a. heimsækja grunnskóla, heilbrigðisstofnanir, fjölbrautaskóla, vinnustaði og sveitabýli auk þess sem haldin verður viðamikil fjölskylduhátíð í íþróttahúsinu á Sauðárkróki að kvöldi mánudagsins þar sem allir íbúar svæðisins eru boðnir velkomnir.