Heilborun vegganga möguleg

Markaðsvirði notaðs TBM-risabors eins og þess sem í gær lauk heilborun aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar gæti verið um 3 milljónir evra. Sveitarfélögin á Austurlandi bíða nú úttektar sem verið er að ljúka um fýsileika heilborunar vegganga í Austfjarðafjöllum.

Til að bora veggöng með TBM2, sem nú stendur í Jökulsárgöngum Kárahnjúkavirkjunar og er í eigu Impregilo, þyrfti að breyta þvermáli krónunnar úr 7,2 m í 8,6 m. Viðbótarkostnaður við að breyta bornum og gera upp gæti numið um 3 milljónum evra. Impregilo bauð sem undirverktaki hjá Arnarfelli í gerð Héðinsfjarðarganga og reiknaði þá með að heilbora göng sem yrðu 9,2 m í þvermál. Þversnið vegganga fer eftir kröfum Vegagerðarinnar.

„Þetta er það öflugur bor að vel er hægt að stækka krónuna,“ segir Jóhann Kröyer, sem hefur fyrir hönd Landsvirkjunar haldið utan um heilborun Impregilo við Kárahnjúkavirkjun frá upphafi. „Hann væri vel nothæfur í að bora veggöng á Íslandi. Slíkt er þó spurning um forgangsröðum og pólitík. Til að svona borar séu samkeppnishæfir þurfa göngin að vera 4–6 km löng eða meira og taka þyrfti í samfellu nokkur göng í einu, þar sem hægt væri að keyra borinn á spori frá einu fjalli til annars. Svona tæki lætur maður ekki standa á lager og bíða í nokkur ár, þá fer þetta strax að ryðga.“

Það tekur ca. 1 ár að smíða risabor samkvæmt pöntun. Þá tekur einhverja mánuði að flytja hann til landsins og um fjóra mánuði að setja saman og stilla upp. Borarnir ganga á sporum og brautin þarf að vera tiltölulega bein og breið, því þeir geta ekki borað í miklum halla né tekið krappar beygjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert