Yfirstandandi kjörtímabil hefur ekki verið tímabil átaka við samningaborðið, enda samningar löngu gerðir og við það að renna út. Það hefur hins vegar ekki farið fram hjá neinum að skólarnir hafa átt í vandræðum með að ráða til sín fólk og margur góður kennarinn hefur horfið til annarra og betur launaðra starfa.
Skólarnir hafa orðið undir í samkeppni um vinnuafl og margt bendir til þess að þeir samningar sem nú standa yfir, eða eru framundan, muni skilja á milli feigs og ófeigs í starfsemi skóla á næstu árum,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í opnunarávarpi sínu á þingi sambandsins á Grand Hótel í Reykjavík í gær.
„Það verður með einhverjum hætti að tryggja að kjaraþróun kennara haldi í við þróun annarra hópa hjá ríki og sveitarfélögum. Við hljótum að fagna ítrekuðum yfirlýsingum menntamálaráðherra um nauðsyn þess að bæta kjör kennara en harma um leið úrtölur annarra ráðamanna í því sambandi.,“ sagði Eiríkur í ávarpi sínu. Hann segir það hafa einkennt framhaldsskólana að þar hafi kennarar náð kjörum annarra rétt á meðan setið er við samningaborðið en þeim svo hnignað í hlutfalli við kjör annarra eftir því sem frá líður. „Þetta er eitthvað sem menn þurfa að taka á,“ segir Eiríkur.
Í ræðu sinni fór Eiríkur vítt og breitt yfir sviðið og lagði ekki síður áherslu á jákvæða þætti. Til dæmis samstarf við menntamálaráðuneyti í svonefndu tíu skrefa samkomulagi og niðurstöður kannana sem sýna að kennarastéttin nýtur mikillar virðingar í þjóðfélaginu, að stór hluti þjóðarinnar vill áhrif hennar meiri. „Óskandi væri hins vegar að sú stétt sem jafnan kemur lakast út í könnunum af þessu tagi, þingmenn, tækju meira mark á þessum niðurstöðum og virtu þær í störfum sínum,“ sagði Eiríkur.
Grunnskólakennarar töldu að laun þeirra þyrftu að hækka um tæp 46% til að teljast sanngjörn. Leikskólakennarar töldu að þau þyrftu að hækka um tæp 34%, tónlistarkennarar um tæp 30% og framhaldsskólakennarar um 24%.
Í heild voru karlar með að jafnaði 18% hærri laun en konur í kennarastétt. Þegar tekin voru út áhrif vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og annarra sambærilegra þátta reyndist kynbundinn launamunur vera 5%. Það er lægsti kynbundni launamunur sem fram hefur komið í sambærilegum kjarakönnunum Capacent Gallup.
Svör bárust frá 1.811 félagsmönnum í KÍ. Ríflega 2.800 manns voru í upphaflegu úrtaki og var svarhlutfall tæplega 65%.
„Nú eru laun grunnskólakennara langverst, en það þýðir ekki að laun hinna séu góð. Það getur ekki verið sanngjarnt að það muni jafnvel 100 þúsund kr. á föstum launum kennara og annarra starfsmanna hins opinbera, hvort heldur hjá ríki eða sveitarfélögum, með sambærilega menntun og hreint ekki meiri ábyrgð í starfi.“
Elna sagði að það hljóti að vera rætt í framhaldi af launakönnuninni hvernig sveitarfélögin geti leyft sér að greiða kennurum miklu lægri laun en ríkið. Spyrja megi hvernig sveitarfélögin eigi að taka til sín æ stærri hluta af grunnþjónustu ef þau eru ekki samkeppnisfær um laun við ríkið.
Einnig er hann forseti Alþjóðasambands kennara, Education International (EI), og er sem slíkur heiðursgestur þings Kennarasambands Íslands sem fram fer 9.-11. apríl í Reykjavík. EI inniheldur 394 kennarasamtök í 171 landi og eru félagsmenn alls um 30 milljónir, allt frá leikskólakennurum til háskólaprófessora. Þing samtakanna er haldið á þriggja ára fresti. Í fyrra var það í Berlín en í Porto Alegre í Brasilíu árið 2004.
Hann segir sjálfsmynd EI vera þá að þau séu í raun mannréttindasamtök sem berjist fyrir rétti alls fólks til þess að eiga aðgang að menntun, auk þess að berjast fyrir félagafrelsi kennara, sem víða þrengi mjög að. Þess vegna berjist samtökin m.a. fyrir ákveðnum þúsaldarmarkmiðum, þ.e. að sem flest ríki geti veitt öllum börnum innan sinna vébanda grunnmenntun árið 2015. Hins vegar sé mjög langt í að sum ríki nái þessum markmiðum.
Slíkar aðferðir segir hann leiða af sér að allt árangursmat verði einhæft og farið að ganga út á samræmd próf þar sem eini mælikvarðinn á þann árangur sem kennarar hafi náð með einstaka nemendur sé hvort þeir standi sig vel á nokkrum prófum.
Samstarf á milli þróaðra og vanþróaðra landa segir hann heldur ekki bara eiga að ganga út á peningagjafir, heldur skiptinema- og skiptikennaraverkefni, samskipti og hugmyndaflæði.