Nýtt fjölmiðlafrumvarp um endurskoðun útvarpslaga er í undirbúningi og stefnt er að því að það verði tilbúið á haustþingi. Þetta var haft eftir Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni, í fréttum Útvarpsins en menntamálaráðherra hefur falið honum að semja frumvarpið.
Karl sagðist ekki telja ráðlegt í þessari atrennu að setja í lög ákvæði, sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum.