Segir mótmælendum ekki hafa verið mismunað

Atvinnubílstjórar hafa staðið fyrir mótmælum gegn eldsneytisverði og hvíldartímaákvæðum.
Atvinnubílstjórar hafa staðið fyrir mótmælum gegn eldsneytisverði og hvíldartímaákvæðum. mbl.is/Ómar

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagðist á Alþingi telja að lögreglan hefði farið að lögum og að ekki hefði verið tekið með ólíkum hætti á mótmælum atvinnubílstjóra og mótmælum náttúruverndarsinna sem hafa viljað beita sér gegn stóriðjuframkvæmdum.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp í fyrirspurnartíma og sagði það blasa við hverjum manni, að tekið sé með ákaflega ólíkum hætti á borgurunum við mótmæli. Sé ekki um að ræða stefnubreytingu hjá ráðuneyti eða lögreglu væri mikilvægt að vita hvað væri á seyði því það yrði að vera fyrirséð hvernig tekið sé á málum þegar fólk vill koma skoðunum á framfæri með þessum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert