Tækifæri til að eyðileggja gott samstarf

Einu tækifærin sem boðuð uppstokkun lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum felur í sér eru tækifæri til að eyðileggja gott verk og gott samstarf, sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, á Alþingi í gær.

Honum þótti ekki mikið koma til orða Bjarkar Guðjónsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um að boðaðar breytingar gætu skapað ný tækifæri til þess að efla löggæslu á svæðinu. „Ég er undrandi á því að það skuli heyrast það sjónarmið frá Sjálfstæðisflokknum, og það frá þingmanni kjördæmisins, að þessi skemmdarstarfsemi sé tækifæri,“ sagði Kristinn og spurði hvort þetta væru kannski tækifæri til að fá annan sýslumann með „betra flokksskírteini“.

Flokksbróðir Kristins, Grétar Mar Jónsson, var einnig harðorður og sagði Alþingi hafa verið lítilsvirt af dómsmálaráðherra með þessum boðuðu breytingum og Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, þótti undarlegt að sundra ætti embættinu með sömu rökum og það var sameinað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert