Vilja að sala á Fríkirkjuveg 11 gangi til baka

Fríkirkjuvegur 11.
Fríkirkjuvegur 11. mbl.is/Sverrir

Fulltrúar VG í borgarráði lögðu fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að leitað verði leiða til að afturkalla sölu á  Fríkirkjuvegi 11 þar sem komið hafi í ljós, að nýr eigandi eigi erfitt með að nýta eignina án verulegra breytinga á Hallargarðinum, sem er almenningseign Reykvíkinga.

Borgarráð samþykkti fyrir rúmu ári að taka tilboði Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í húsið Fríkirkjuveg 11. Í greinargerð með tillögu VG segir, að þar sem ljóst sé, að núverandi eigendur telji breytingar á garðinum mikilvægar til að nýting hússins gagnist þeim ættu borgaryfirvöld að beita sér fyrir því að salan gangi til baka og borgin fái fullt forræði yfir húsinu og garðinum öllum.

Málið er var ekki afgreitt á fundi borgarráðs í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka