Alvarlegt umferðarslys

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss nú rétt fyrir klukkan átta í morgun. Tveir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er annar þeirra alvarlega slasaður. Suðurlandsvegur er lokaður vegna slyssins.

Samkvæmt fyrstu upplýsingum af slysstað virðist sem vörubifreið og pallbíll, sem komu úr gagnstæðri átt, hafi lent saman og pallbíllinn síðan kastast á fólksbíl. Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins og verður Suðurlandsvegur lokaður milli Hveragerðis og Selfoss í um það bil klukkustund til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert