Alvarlegt umferðarslys

Al­var­legt um­ferðarslys varð á Suður­lands­vegi milli Hvera­gerðis og Sel­foss nú rétt fyr­ir klukk­an átta í morg­un. Tveir voru flutt­ir með þyrlu á sjúkra­hús í Reykja­vík og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Sel­fossi er ann­ar þeirra al­var­lega slasaður. Suður­lands­veg­ur er lokaður vegna slyss­ins.

Sam­kvæmt fyrstu upp­lýs­ing­um af slysstað virðist sem vöru­bif­reið og pall­bíll, sem komu úr gagn­stæðri átt, hafi lent sam­an og pall­bíll­inn síðan kast­ast á fólks­bíl. Unnið er að rann­sókn á til­drög­um slyss­ins og verður Suður­lands­veg­ur lokaður milli Hvera­gerðis og Sel­foss í um það bil klukku­stund til viðbót­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert