„Við ætlum bara að minna á okkur og fara smá sýningarúnt upp Ártúnsbrekkuna," sagði Sturla Jónsson talsmaður atvinnubílstjóra í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Sturla sagði að það væru komnir um 10 bílar í hópinn og væru þeir að leggja af stað.
Sturla sagði að þeir ætluðu ekki að stoppa en aka á 30 til 40 kílómetra hraða til að minna á málstað sinn.