Flugmenn undirbúa verkfallsboðun

Icelandair
Icelandair mbl.is/Halldór

Samþykkt var á félagsfundi Félags íslenskra atvinnuflugmanna í gærkvöldi að leggja það til við samninganefnd félagsins að hún hefji nú þegar undirbúning að boðun verkfalls hjá flugmönnum Icelandair ehf.

„Mjög þunglega horfir nú í kjaraviðræðum FÍA og Icelandair Group hf / Icelandair ehf vegna endurnýjunar kjarasamnings aðila sem rann út um síðustu áramót.  Ljóst er að ekkert nema mikil kjaraskerðing er í boði af hálfu viðsemjenda FÍA.

Vegna þess leggur félagsfundur FÍA haldinn fimmtudaginn 10. apríl 2008 til við samninganefnd félagsins að hún hefji nú þegar undirbúning að boðun verkfalls hjá flugmönnum Icelandair ehf.

Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við samninganefnd FÍA í viðræðum við Icelandair Group hf/Icelandair," segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum í gærkvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert