Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þegið boð Haralds Noregskonungs og Sonju drottningar um að vera viðstödd vígsluhátíð hins nýja óperuhúss í Ósló annað kvöld.
Forsetahjónin verða gestir konungshjónanna í höllinni og munu einnig sitja hátíðarkvöldverð þar með öðrum gestum, m.a. Margréti Danadrottningu og Tarja Halonen forseta Finnlands.
Bygging hússins hefur kostað fjóra milljarða norskra króna og rúmar annar salur hússins 1.370 manns í sæti en hinn 400. Er húsið klætt hvítum marmara innan sem utan en hann fór að gulna strax í fyrra vegna efna í líminu.