Fríhöfnin styrkir fíkniefnaeftirlit

Fríhöfnin ehf. opnaði í gær með formlegum hætti nýja komuverslun á 1. hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Í tilefni þeirra tímamóta afhenti stjórnarformaður Fríhafnarinnar Tollgæslunni á Suðurnesjum styrk að upphæð 300.000 krónur til reksturs á fíkniefnahundum embættisins.

Með því móti vill fyrirtækið styrkja Tollgæsluna í starfi sínu og sýna henni þakklætisvott fyrir þann árangur sem hún nær hvað eftir annað, að því er segir í tilkynningu.

Nýja komuverslunin er um 1.500 fermetrar að flatarmáli og hefur verið stækkuð um 1.000 fermetra frá því breytingar hófust 1. júní 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert