Fundinn sekur í Færeyjum

Hluti fíkniefnanna sem fundust um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði.
Hluti fíkniefnanna sem fundust um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Júlíus

Íslendingur var af kviðdómi í Færeyjum í kvöld fundinn sekur um að hafa tekið við  fíkniefnum í svokölluðu Pólstjörnumáli og fyrir að hafa aðstoðað við að koma þeim úr landi í Færeyjum. Jafnframt var hann dæmdur sekur um að hafa haft fíkniefnin í fórum sínum. Síðar í kvöld mun dómari kveða upp hve langan dóm maðurinn fær.

Tólf manna kviðdómur fjallaði um málið í dag að sögn blaðsins Sosialurin. Ekki ber þó fjölmiðlum í Færeyjum saman um niðurstöðu kviðdóms þar sem færeyska útvarpið segir á vef sínum að maðurinn hafi verið sýknaður af beinni aðild að Pólstjörnumálinu og hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum fyrr en þau komu til Færeyja.

Við húsleit hjá manninum, sem er 25 ára,  fundust 782 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töflum. 

Íslendingurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúma 200 daga og þar af hefur hann sætt einangrunarvist í 170 daga. Íslensk stjórnvöld hafa gagnrýnt þessa löngu einangrun.

Frétt Sosialurin

Frétt færeyska útvarpsins 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert