Lögreglan á Suðurnesjum gerði húsleit í heimahúsi í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í nótt og handtók par á þrítugsaldri vegna meintrar fíkniefnaneyslu. Að sögn lögreglunnar var parið gripið glóðvolgt við maríjúanareykingar og lagði reykinn út á götu. Lítilræði af fleiri efnum fundust við húsleitina.
Samkvæmt varðstjóra var fólkinu sleppt að lokinni afgreiðslu málsins en á staðnum fundust nokkrir skammtar til einkaneyslu af meintu amfetamíni og e-pillum sem og maríjúana.