Sæfari, nýja Grímseyjarferjan, fór í sína fyrstu siglingu í morgun. Ferjan lagði upp frá Dalvík og var búist við að hún yrði komin til Grímseyjar um klukkan hálftvö. Þar hefur verið skipulögð móttökuathöfn og segir Garðar Ólason sveitarstjóri að allir sem vettlingi geti valdið ætli að taka á móti ferjunni.