Sjóbirtingsveiði hefur á flestum stöðum verið köflótt það sem af er ári. Frost og ísrek hafa gert veiðimönnum erfitt fyrir en þó hefur gefið þegar sól skín og aðstæður batna.
Á vefnum svfr.is segir að Jóhannes Guðmundsson og félagar hafi lent í skoti Tungufljóti í Skaftártungum. Fengu þeir 28 fiska en mjög mikið var af stórfiski.
Vildu veiðimenn meina að svæðið ætti mikið inni þar sem silungurinn sé ekki nándar nærri kominn í niðurgöngubúning. Hann sé enn tiltölulega dökkur á lit.