Minkur undir sólpalli og pólitískur refur í húsinu

Tjaldborg við Flúðir.
Tjaldborg við Flúðir. mbl.is/Sigurður

Athugull Flúðabúi tók eftir því á dögunum að minkur skaust undir sólpallinn hjá Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra. Fram kemur í Pésanum, fréttabréfi Hrunamannahrepps, að talið sé að minkurinn hafi haft þarna vetrarsetu.

Í Pésanum segir, að einn af fimari skotmönnum sveitarinnar hafi kálað minknum skömmu síðar. Gárungarnir töldu þó að vel færi á því að vera með mink undir sólpallinum og pólitískan ref í húsinu en Ísólfur Gylfi er fyrrum alþingismaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert