Bæjaryfirvöld og starfsfólk heilsugæslu í Dalvíkurbyggð hafa sent heilbrigðisráðherra bréf þar sem lagst er gegn fyrirhugaðri sameiningu heilsugæslustöðva á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Segir í bréfinu að nær væri að sameina heilsugæslustöðina á Dalvík og Dalbæ en ef víðtækari sameiningar sé óskað væri rétt að sameina þjónustuna á öllu Eyjarfjarðarsvæðinu.
„Það er álit starfsmanna á Heilsugæslustöðinni á Dalvík að sameiningin sem nú hefur verið ákveðin sé ekki til góðs," segir bréfi frá Heilsugæslustöðinni á Dalvík til heilbrigðisráðherra.Bæjarráð Dalvíkur hefur áður ályktað, að að ef sameina ætti heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar við Eyjafjörð væri eðlilegast að allur fjörðurinn verði eitt svæði. Var bæjarstjóra falið að koma því áliti á framfæri við heilbrigðisyfirvöld. Bæjarstjórn samþykkti einróma þessa niðurstöðu bæjarráðs.