Sinubruni við Lækjarbakka í Flóahreppi

Slökkviliðið að störfum
Slökkviliðið að störfum mbl.is/Guðmundur Karl

Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um sinubruna við Lækjarbakka í Flóahreppnum um fimm leytið í dag.  Að sögn lögreglunnar er búið að ná tökum á brunanum og gekk það fljótt fyrir sig.  Eldur var kominn talsvert nálægt húsi bóndans, en slökkviliðið náði tökum á honum og ekki varð tjón á húsinu, að sögn lögreglu. 

Mikill reykur var af sinubrunanum
Mikill reykur var af sinubrunanum mbl.is/Guðmundur Karl
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert