Stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði

Á Vestfjörðum er ófært og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði og beðið er með mokstur. Á öðrum vegum á Vestfjörðum er víðast hvar hálka, hálkublettir og snjóþekja.  Hálka og skafrenningur er á Gemlufallsheiði. Eyrarfjall er ófært.

Hálkublettir eru í Þrengslum annars eru helstu leiðir greiðfærar á
Suðurlandi. Á Vesturlandi er greiðfært þó eru hálkublettir á Bröttubrekku og snjóþekja í Svínadal.

Á Norðurlandi er hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði og Víkurskarði og á
leiðum í kringum Akureyri.  Hálkublettir eru á Siglufjarðarvegi. Ófært er um Lágheiði.

Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir og sumstaðar
snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og þar stendur mokstur yfir. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði, hálka á Fagradal og Oddskarði. Þungfært á Breiðdalsheiði og Öxi er ófær.

Greiðfært er á Suðausturlandi, þó eru hálkublettir á útvegum í kringum
Kirkjubæjarklaustur, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert