„Við munum taka púlsinn á fjármálaráðuneytinu á þriðjudaginn og komi ekki eitthvað gáfulegt út úr þeim þar þá er bara full ferð, það er ekkert flóknara," sagði Sturla Jónsson talsmaður atvinnubílstjóra. Bílstjórar segja að þá muni þeir ekki linna aðgerðum fyrr en ríkisstjórnin sest á neyðarfund.
Aðspurður hvort menn óttuðust ekki harðari móttökur lögreglunnar og fangelsanir við áframhaldandi aðgerðir bílstjóra sagði Sturla: „Menn hafa verið að stinga einn og annan og flytja inn mörg kíló af dópi hér á landi og ég hef ekki séð neinn þeirra aflífaðan ennþá."
Sturla sagði að það væri búið að afnema dauðarefsingu á Íslandi og að það væri engin hætta á ferðum.