Sturla: „Málið verður klárað"

Trúlegast mun lögreglan gera meira en að gefa atvinnubílstjórum í …
Trúlegast mun lögreglan gera meira en að gefa atvinnubílstjórum í nefið ef aðgerðir hefjist að nýju í næstu viku. mbl.is/Júlíus

„Við mun­um taka púls­inn á fjár­málaráðuneyt­inu á þriðju­dag­inn og komi ekki eitt­hvað gáfu­legt út úr þeim þar þá er bara full ferð, það er ekk­ert flókn­ara," sagði Sturla Jóns­son talsmaður at­vinnu­bíl­stjóra. Bíl­stjór­ar segja að þá muni þeir ekki linna aðgerðum fyrr en rík­is­stjórn­in sest á neyðar­fund.

Aðspurður hvort menn óttuðust ekki harðari mót­tök­ur lög­regl­unn­ar og fang­els­an­ir við áfram­hald­andi aðgerðir bíl­stjóra sagði Sturla: „Menn hafa verið að stinga einn og ann­an og flytja inn mörg kíló af dópi hér á landi og ég hef ekki séð neinn þeirra af­lífaðan ennþá."

Sturla sagði að það væri búið að af­nema dauðarefs­ingu á Íslandi og að það væri eng­in hætta á ferðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert