Veggjakrot hreinsað í miðborginni

Unnið að hreinsun veggjakrots á Laugaveginum
Unnið að hreinsun veggjakrots á Laugaveginum

Nú hefur átak í hreinsun veggjakrots í miðborg Reykjavíkur staðið yfir í rétt rúma viku. Að sögn verkefnisstjóra átaksins hefur hreinsunin gengið afar vel og hafa viðbrögð eigenda, rekstraraðila og almennings verið mjög jákvæð, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þegar er búið að hreinsa allt að 2000m2 af veggjakroti við Laugaveg og áætla má að í það hafi farið rúmlega 500 vinnustundir. Samhliða hreinsuninni var vöktun komið á laggirnar til að hindra veggjakrot hér eftir og verið er að ganga frá samningum við húseigendur um að þeir haldi eignum sínum hreinum.

Hreinsun veggjakrots á Laugaveginum
Hreinsun veggjakrots á Laugaveginum
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert