Vörubílstjórar hafa rætt um að loka höfuðborgarsvæðið af, fái þeir ekki skýr svör á fundi sínum með fulltrúum fjármálaráðherra næstkomandi þriðjudag. Aðgerðin gengur undir nafninu „stóra stopp“ og felst m.a. í því að loka aðalsamgönguæðum til og frá höfuðborgarsvæðinu, auk einhverra gatnamóta. Er þá ekki rætt um tímabundna lokun, líkt og áður.