Karlmaður réðist á lögreglumann

mbl.is/Július

Karlmaður réðist á lögreglumann fyrir utan bensínstöð N1 við Hringbraut um sjöleytið í morgun. 

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tveir lögreglumenn við störf við bensínstöðina og höfðu þeir afskipti af manni sem var sofandi í bíl sínum fyrir utan bensínstöðina.  Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og réðist að öðrum þeirra og veitti honum áverka.  Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi. 

Lögreglumennirnir kölluðu á aðstoð og var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð.  Að sögn lögreglu var ekki um mikla áverka að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert