Það var pólskur andi yfir Heiðarskóla í Reykjanesbæ í morgun. Þar fór fram
kynning á pólskri menningu og mannlífi. Joanna og Dominika, sem eru nemendur við
Myllubakkaskóla í Keflavík fluttu fyrirlestur um Pólland og sýndar voru
myndir frá Póllandi. Anna Lóa Ólafsdóttir frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
flutti erindi og Árni Sigfússon bæjarstjóri ávarpaði gesti, sem voru bæði
íslenskir og pólskir.
Auk orða og mynda, var gestum boðið að smakka
pólska rétti og kökur, að því er segir í frétt á vef Víkurfrétta.