Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli opin í dag

Frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum. mbl.is/Golli

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli eru opin í dag og er mjög gott skíðaveður í dag.  Hitastig er í kringum -5 gráður, sólskin og örlítill vindur.

Klukkan 15 í dag mun verða gerð skóflustunga að nýjum og stórglæsilegum sameiginlegum skála ÍR-inga og Víkings á Bláfjallasvæðinu.

Ýmis mót eru í gangi um helgina í Bláfjöllum.  Framleikar eru haldnir í dag og þar keppa um 150 börn og Reykjavíkurmeistaramót 15 ára og eldri verður haldið í Kóngsgili á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert