Sultarhormón er jafnávanabindandi og heróín

Hjáveituraðgerð
Hjáveituraðgerð

Hormómastarfsemi líkamans skýrir að stærstum hluta hvers vegna úrræði á borð við megrunarkúra, líkamsþjálfun, lyf og hugræna atferlismeðferð duga ekki sjúklega feitu fólki, þ.e. einstaklingum með líkamsþyngdarstuðul (BMI) yfir 40, til langtíma. Þetta segir Hjörtur G. Gíslason skurðlæknir sem stjórnar magahjáveituaðgerðum á Norðurlöndum með góðum árangri.

„Ástæðan er sú að hormóna- og ónæmiskerfið í maga og efri hluta mjógirnis forritar líkamsþyngd fólks. Þessi kerfi breytast þegar fólk þyngist, en kerfið vill að einstaklingurinn sé þungur til þess að hjálpa honum að lifa af erfiða tíma. Það virkaði vel á steinöld þar sem fólk hamstraði orkuna yfir sumartímann til að lifa veturinn af. Í blóði þeirra sem léttast hratt mælast há gildi af sultarhormónunum. Þeirra á meðal er hormónið ghrelin sem fyrst fannst 1999. Þessi hormón virka á heilann og kalla þannig eftir mat án afláts,“ segir Hjörtur og bendir á að ghrelin sé jafnávanabindandi og heróín.

Fáir standast áhrif ghrelins

Í magahjáveituaðgerð er tengt framhjá maganum, skeifugörninni og efri hluta mjógirnisins þannig að enginn matur fari þangað og hann kemst þá heldur ekki í snertingu við frumur í slímhimnunni, sem er forsenda þess að sultarhormón séu framleidd í líkamanum. Þannig getur sjúklingur lést um 60 kíló í kjölfar aðgerðar án þess að hlutfall ghrelins í blóði mælist tilfinnanlega hærra en áður. Hefði sami einstaklingur farið í megrun og lést jafnmikið væri hlutfall ghrelins í blóði mjög hátt þar til viðkomandi hefði þyngst aftur. Það eru mjög fáir sem standast þessi áhrif ghrelins,“ segir Hjörtur. |
Norsk kona sem fór í hjáveituaðgðer
Norsk kona sem fór í hjáveituaðgðer
Sama kona þremur árum síðar
Sama kona þremur árum síðar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert