Vorið kemur á þriðjudag

Það styttist í sumardaginn fyrsta
Það styttist í sumardaginn fyrsta mbl.is/Kristinn

Þeir sem bíða sum­ars­ins eft­ir óvenju­h­arðan vet­ur geta tekið gleði sína á ný: Vorið kem­ur á þriðju­dag­inn. Þetta staðfest­ir Árni Sig­urðsson, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands.

„Þetta er fyrsta vís­bend­ing­in um að vorið sé að koma,“ seg­ir Árni og á þar við lægð sem von er á upp að sunn­an­verðu land­inu en hún ber með sér hlýja vinda sunn­an úr Evr­ópu. Árni seg­ir lík­legt að hit­inn fari jafn­vel í tíu stig, þá helst fyr­ir norðvest­an. Lægðinni fylg­ir mögu­lega eitt­hvert súld­ar­loft.

Sam­kvæmt lang­tímaspá er gert ráð fyr­ir að hlý­ind­in standi yfir í 2–3 vik­ur. „Fólk get­ur því farið að kíkja eft­ir far­fugl­um og líta við í sum­ar­bú­staðnum og taka til,“ seg­ir Árni.

Í dag er spáð góðu veðri en á morg­un er von á snjó­komu eða slyddu. En svo kem­ur vorið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert