Auðurinn kemur að utan

Íslendingar hafa ávallt leitað út fyrir landsteinana til þess að efnast. Það er ekki skrýtið, skrifar blaðamaður fréttavefjar BBC, enda Ísland strjálbýlt land. En það eru fleiri skýringar á frumkvæði Íslendinga, það liggur í því hvernig börn eru alin upp á Íslandi en þau alast upp við mikið frelsi. Þetta kemur fram í grein á vef BBC í dag sem skrifuð er af Stephen Evans á Íslandi.

Þar er fjallað um þær breytingar sem orðið hafa á íslensku atvinnulífi þar sem hátækni og fjármál hafa tekið við af sjávarútveginum. Tekur greinarhöfundur tölvuleikjafyrirtækið CCP sem dæmi.  Áskrifendur Eve Oneline séu um 300 þúsund talsins og greiða þeir 15 Bandaríkjadali á mánuði fyrir að spila leikinn sem gerist í sýndarveröld í framtíðinni. Um 40% þeirra komi frá Norður-Ameríku og 40% frá Evrópu. Tekjurnar hafi verið um 37 milljónir dala á síðasta ári og útlit fyrir að þær verði um 50 milljónir dala í ár. 

Í greininni er einnig fjallað um samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem er með höfuðstöðvar á Íslandi og að sjálfsögðu um íslensku viðskiptabankana. Haft er eftir Lárusi Welding, forstjóra Glitnis að vandi bankanna sé ofmetinn enda hafi þeir ekki fjárfest í áhættusæknum bréfum.

Fjallað hefur verið um stöðutökur erlendra vogunarsjóða á Íslandi og hvort óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera tilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir í samtali við BBC að það sé til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka