Hálkubletitr eru á Reykjanesbraut og á öllu Suðurnesjunum. Hálkublettir eru á Suður- og Vesturlandsvegi og á stór Reykjavíkursvæðinu. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði, Þrengslum og á Sandskeiði. Snjóþekja er á flestum leiðum í uppsveitum Suðurlands. Á Vesturlandi eru allar helstu leiðir greiðfærar.
Á Vestfjörðum og á Norðurlandi er víða greiðfært á lálendi en hálka og
hálkublettir á fjallvegum. Ófært er um Lágheiði. Á Norðaustur- og Austurlandi eru hálkublettir og sumstaðar snjóþekja og éljagangur. Breiðdalsheiði er þungfær, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.