Hnífamaður handtekinn

mbl.is/Július

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í Lækjargötu á sjöunda tímanum í morgun er hann brá hníf um háls annars manns er þeir biðu í leigubílaröðinni og hótaði honum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu slapp fórnarlambið án meiðsla en árásarmaðurinn var í annarlegu ástandi.

Karlmaður sem ók bifreið á hús á Laugavegi þar sem veitingastaðurinn Asía er til húsa í nótt var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Ók hann einnig á bifreið og var bílstjóri þeirrar bifreiðar einnig handtekinn þar sem hann var ósáttur við ákeyrsluna og brutust út átök milli þeirra. Áverkar voru á mönnunum eftir slagsmálin. Ekki er vitað um skemmdir á húsnæðinu sem var ekið á en bifreiðin er skemmd.

Fjögur líkamsárásarmál komu upp á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að sögn lögreglu. Þrír voru kærðir fyrir ölvunarakstur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert