Hnífamaður handtekinn

mbl.is/Július

Karl­maður um tví­tugt var hand­tek­inn í Lækj­ar­götu á sjö­unda tím­an­um í morg­un er hann brá hníf um háls ann­ars manns er þeir biðu í leigu­bílaröðinni og hótaði hon­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu slapp fórn­ar­lambið án meiðsla en árás­armaður­inn var í ann­ar­legu ástandi.

Karl­maður sem ók bif­reið á hús á Lauga­vegi þar sem veit­ingastaður­inn Asía er til húsa í nótt var hand­tek­inn grunaður um ölv­un við akst­ur. Ók hann einnig á bif­reið og var bíl­stjóri þeirr­ar bif­reiðar einnig hand­tek­inn þar sem hann var ósátt­ur við ákeyrsl­una og brut­ust út átök milli þeirra. Áverk­ar voru á mönn­un­um eft­ir slags­mál­in. Ekki er vitað um skemmd­ir á hús­næðinu sem var ekið á en bif­reiðin er skemmd.

Fjög­ur lík­ams­árás­ar­mál komu upp á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt, að sögn lög­reglu. Þrír voru kærðir fyr­ir ölv­unar­akst­ur.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert