Vilja græna skriðdreka

Áhugi almennings á vistvænum bílum er að aukast, að mati Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs. „Við erum með reiknivélar inni á heimasíðu Orkuseturs og notkun á þeim hefur aukist jafnt og þétt. Það bendir til þess að fólk sé farið að hugsa meira um orkumál og ég velti fyrir mér hvort hækkun olíuverðs sé loksins farin að hafa áhrif.“

Sigurður er sannfærður um að útblástursumræðan sé líka farin að ná eyrum fólks. „Fólk er í auknum mæli farið að biðja Orkusetur að aðstoða sig við val á bílum. Þá er ég jafnvel að tala um 7-15 milljóna króna bíla og fyrir fólk sem hefur efni á slíkum bílum getur eldsneytisverð varla skipt máli, þannig að verið er að velja bíl út frá lægsta útblástursgildi í þeim flokki. Fólk vill áfram vera á skriðdreka – en grænasta skriðdrekanum.“

Bílgreinasambandið hefur lagt fram róttæka tillögu um að lækka gjöld á öllum bílum niður í 15% í því skyni að auka endurnýjunarhraðann á þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert