Vilja græna skriðdreka

Áhugi al­menn­ings á vist­væn­um bíl­um er að aukast, að mati Sig­urðar Inga Friðleifs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Orku­set­urs. „Við erum með reikni­vél­ar inni á heimasíðu Orku­set­urs og notk­un á þeim hef­ur auk­ist jafnt og þétt. Það bend­ir til þess að fólk sé farið að hugsa meira um orku­mál og ég velti fyr­ir mér hvort hækk­un olíu­verðs sé loks­ins far­in að hafa áhrif.“

Sig­urður er sann­færður um að út­blást­ursum­ræðan sé líka far­in að ná eyr­um fólks. „Fólk er í aukn­um mæli farið að biðja Orku­set­ur að aðstoða sig við val á bíl­um. Þá er ég jafn­vel að tala um 7-15 millj­óna króna bíla og fyr­ir fólk sem hef­ur efni á slík­um bíl­um get­ur eldsneytis­verð varla skipt máli, þannig að verið er að velja bíl út frá lægsta út­blást­urs­gildi í þeim flokki. Fólk vill áfram vera á skriðdreka – en græn­asta skriðdrek­an­um.“

Bíl­greina­sam­bandið hef­ur lagt fram rót­tæka til­lögu um að lækka gjöld á öll­um bíl­um niður í 15% í því skyni að auka end­ur­nýj­un­ar­hraðann á þeim.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert