Ætla að bjóða ókeypis netvörn

Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsmarkaðar Símans, María Kristín Gylfadóttir, formaður …
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsmarkaðar Símans, María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla og Hjálmar Gíslason, forstöðumaður vöruþróunar hjá Símanum kynna netvörnina.

SAFT, net­verk­efni Heim­il­is og skóla, og Sím­inn kynntu í dag áætlan­ir um að bjóða ADSL viðskipta­vin­um Sím­ans á ein­stak­lings­markaði ókeyp­is aðgang að net­vörn­inni Web­sen­se.

Um er að ræða for­rit, sem ger­ir for­eldr­um kleift að stýra hvaða þátt­um nets­ins það vill hafa opna, og geta þannig opnað eða lokað fyr­ir til dæm­is spjall­rás­ir, tor­rent-síður og klámsíður.

Heim­ili og skóli seg­ir, að börn séu mjög ber­skjölduð fyr­ir ýmsu ótukt­ar­efni á net­inu, til að mynda hafi 49% barna heim­sótt klámsíðuraf slysni og 27% hafa gert það af ásettu ráði. Af þeim sem nota spjall­rás­ir á net­inu segja 41% að fólk, sem þau hafi kynnst þar, hafi beðið þau að hitta sig aug­liti til aug­lit­is. Þar af hef­ur 21% þeirra barna, sem fara á spjall­rás­ir, hitt í eig­in per­sónu ein­hvern sem þau kynnt­ust á net­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka