Fingrafarið kom upp um þjófinn

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt 19 ára gaml­an karl­mann í mánaðar skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir inn­brot og þjófnað í fyr­ir­tæki í Kópa­vogi í maí á síðasta ári. Maður­inn þver­tók fyr­ir að hafa verið þarna að verki en fingraf­ar á skúffu í pen­inga­kassa, sem opnaður var, reynd­ist vera fingraf­ar manns­ins.

Stolið var 30 þúsund krón­um úr pen­inga­kassa í fyr­ir­tæk­inu og farsíma. Hlut­ar af fingra­för­um fund­ust á pen­inga­kassa og var eitt farið á skúffu í kass­an­um var rakið til manns­ins.

Fyr­ir dómi sagðist maður­inn hafa verið heima hjá sér um­rætt kvöld og farið að sofa ná­lægt miðnætti en morg­un­inn eft­ir ætlaði hann að keyra aust­ur á firði til þess að hitta kær­ust­una sína. Hann hefði aldrei komið í húsið þar sem fyr­ir­tækið er og hefði enga skýr­ingu á því eða hug­mynd um hvers vegna fingraf­ar af hon­um ætti að geta fund­ist þar á botni pen­inga­kassa.

Hann sagðist þó hafa hand­leikið slíka kassa þegar hann vann hjá veit­inga­fyr­ir­tæki en þá var farið með slíka kassa út  í bæ í tengsl­um við veisl­ur. Fram kom hins veg­ar að um­rædd­ur pen­inga­kassi var keypt­ur nýr eft­ir að maður­inn hætti að vinna hjá veit­inga­fyr­ir­tæk­inu.

Dóm­ur­inn seg­ir, að í ljósi þess að mann­in­um hefði ekki með nein­um hætti tek­ist að sýnt fram á neitt, sem styðji frá­sögn hans um það hvar hann hafi verið stadd­ur þegar  inn­brotið var framið, þyki mega slá því föstu vegna fingrafars­ins, að maður­inn hafi verið stadd­ur í í fyr­ir­tæk­inu og hand­fjatlað skúff­una. Sé það hafið yfir all­an skyn­sam­leg­an vafa, að maður­inn hafi ekki getað átt þarna annað er­indi en sem inn­brotsþjóf­ur.

Fram kem­ur í dómn­um að maður­inn á ekki að baki neinn sak­ar­fer­il sem máli skipti og að hann hef­ur stundað fasta vinnu frá því hann var 15 ára.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert