Fjórir innbrotsþjófar gómaðir

mbl.is/Július

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt hendur í hári fjögurra manna sem brotist höfðu inn í tölvuverslun í Kópavogi og stolið þaðan skjákortum, flökkurum og fleiru, að verðmæti hundruð þúsunda króna.

Þjófarnir vísuðu lögreglunni á hluta þýfisins, sem þeir voru búnir að fela, en ekki liggur enn fyllilega ljóst fyrir hversu miklu þeir stálu.

Það var árvökull vegfarandi sem lét lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir, og skömmu síðar fór þjófavarnakerfi verslunarinnar í gang.

Leiddi þetta til þess að rummungarnir voru gómaðir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert