Grunur um íkveikju og líkamsárás

Karl og kona, sem voru í sumarbústað í Þingvallasveit þar sem eldur kom upp aðfaranótt sunnudags, voru handtekin eftir að þau voru útskrifuð af sjúkrahúsi en talið var að þau hefðu fengið reykeitrun. Karlmaðurinn er jafnframt talinn hafa ráðist á konuna og veitt henni áverka. 

Bústaðurinn er í Miðfellslandi í Þingvallasveit.  Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang og segir lögreglan á Selfossi, að grunur leiki á að karlmaðurinn hafi borið eld að húsinu sem konan mun hafa haft aðgang að.

Málið er í rannsókn og munu frekar yfirheyrslur fara fram næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert