Öryggisverðir andvígir breytingum

Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar mbl.is/Helgi Bjarnason

Öryggisverðir á Keflavíkurflugvelli hafa sent samgönguráðherra undirskriftalista þar sem fyrirhuguðum breytingum á skipulagi lög- og tollgæslu á Suðurnesjum er mótmælt.

Vilhjálmur Skarphéðinsson er vaktstjóri öryggisgæslu og einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar og segir hann öryggisverði vilja áfram starfa undir stjórn lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Þeir hafa áhyggjur af að samstarf við lögreglu- og tollverði skerðist við breytingarnar.

Samkvæmt breytingaráætlun dómsmálaráðherra mun rekstur toll- og löggæslu verða aðskilinn og heyra undir tvö ráðuneyti en öryggisvarsla á flugvelinum mun heyra undir væntanlegt félag um rekstur flugstöðvarinnar.

Hingað til hefur öll starfsemin heyrt undir sameinað embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Öryggisverðir á Keflavíkurflugvelli annast m.a. vopnaleit í flugstöðinni, gegnumlýsingu farangurs, hafa eftirlit með húsinu og taka á móti flugvélum við komu að hliðum og loka hliðum við brottför.

Að sögn Vilhjálms hafa öryggisverðir einnig áhyggjur af þeim breytingum sem orðið geta á réttindum þeirra verði þeir ekki lengur opinberir starfsmenn eftir að breytingarnar ganga í gegn.

Í dag starfa um 80 öryggisverðir á flugvellinum og skrifuðu allir starfandi verðir undir yfirlýsinguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert